VPS

Með því að velja VPS netþjóna frá x.is kemstu hjá því að gera ráð fyrir og fjárfesta í dýrum vélbúnaði sem þarf að mæta kröfum næstu ára. Þú einfaldlega setur upp VPS netþjóna sem mæta kröfum dagsins í dag en hefur alltaf kost á að stækka netþjónana eftir þörfum. Þannig greiðir þú eingöngu fyrir þann vélbúnað sem eru í notkun á hverjum tíma. Þjónustan er alltaf opin og VPS netþjónarnir verða tilbúnir á nokkrum mínútum.

Val um vélbúnað og stýrikerfi
Við bjóðum upp á þrjár útgáfur af Linux stýrikerfum, þ.e. Ubuntu, CentOS og Debian og Windows Server 2008 R2 á VPS netþjóna okkar.

Þróun og prófun
VPS netþjónar eru tilvalin lausn fyrir þá sem þurfa þróunar- eða prófunarumhverfi og vilja ekki stofna til langtíma skuldbindinga. Hjá x.is getur þú sett upp VPS netþjóna fyrir einstök verkefni og eytt þeim út eða slökkt á þeim á milli verkefna.

Fullkomin stjórn
Í stjórnborði x.is hefur þú fullkomna yfirsýn yfir alla VPS netþjónana þína. Þar getur þú einnig bætt við eða eytt hörðum diskum, aukið eða minnkað minni og örgjörva, slökkt á, kveikt eða endurræst VPS netþjónana. Þú færð root aðgang að vélinni og hefur því fullkomna stjórn á öllu.

Þú færð það sem þú borgar fyrir
Allir VPS netþjónar hjá x.is fá úthlutuðu minni og örgjörva sem einungis er ætlaður þeim og deilir því ekki með öðrum. Þannig tryggjum við að þú fáir það sem þú borgar fyrir. Allir VPS

Greiddu bara fyrir það sem þú notar
Hjá okkur greiðir þú fyrir hverja byrjaða klukkustund og eingöngu fyrir þær þjónustur sem eru í notkun. Einungis er greitt fyrir diskpláss VPS netþjóns þegar slökkt er á honum en ekki fyrir minni, örgjörva og erlent niðurhal.