Um Premis

Premis er fyrirtæki í einkaeigu, stofnað árið 1999 af Kristni Elvari Arnarssyni núverandi framkvæmdastjóra. Premis býður upp á þjónustu við fyrirtæki á hinum ýmsu sviðum, stærðum og gerðum. Premis er í samstarfi við fjölda íslenskra leiðandi fyrirtækja. Í starfi Premis er lögð áhersla á að bjóða upp á nýjustu lausnirnar og hágæða persónulega þjónustu.

Starfsmenn Premis eru þeir hæfustu á sínu sviði og mæta starfinu með ástríðu fyrir árangri í krefjandi verkefnum, hvort sem litið er til vef- eða kerfislausna.

Premis hefur frá upphafi sérhæft sig í skipulagningu, viðhaldi og uppsetningu tölvukerfa ásamt tæknilegri aðstoð við tölvudeildir. Frá því í lok árs 2008 hefur verið virk vefdeild sem og umfangsmiklar vef og póst hýsingar sem komu til eftir yfirtöku á viðskiptum Greindar.

Lögð er áhersla á persónuleg samskipti en viðskiptavinir hafa beinan aðgang að tæknimönnum okkar eða öðrum tengiliðum, þannig tryggjum við stuttar boðleiðir og skjót viðbrögð.

Mikil vöruþróun hefur átt sér stað innan Nethönnunar og er x.is nýjasta afsprengi þeirrar vinnu, enn heldur þróunin áfram og ekki er langt í frekari nýjungar.