Hýsingar

Hýsingarþjónusta x.is er einföld í notkun og notendur hafa fullkomna stjórn yfir vefsvæðum, tölvupóstföngum og gagnagrunnum sínum. Uppsetning vefsvæða og tölvupósts er mjög einföld í íslensku viðmóti.

Hýsingarþjónustur deila diskplássi og því greiðir notandi eingöngu fyrir það sem notað er.

Engin mánaðargjöld eru á hýsingarþjónustum okkar og hægt er að segja upp þjónustunni hvenær sem er. Lágmarks notkunartími er 1 klst.

Þegar hýsingarþjónusta er virkjuð fylgir 1 GB diskpláss og greiddar eru kr. 199,- sé þjónustan virk í heilan mánuð. Greiddar eru kr. 99,- fyrir hvert hafið GB eftir það.

Helstu eiginleikar hýsingarþjónustunnar eru:

Aðgengi
 • Frítt DNS - Nánar
 • Ótakmarkaður fjöldi vefsvæða
 • Ótakmarkaður fjöldi MySQL gagnagrunna
 • Ótakmarkaður fjöldi pósthólfa fyrir þín lén
 • Ótakmarkaður fjöldi áframsendinga pósts
 • Ótakmarkaður fjöldi áframsendinga vefs
Hugbúnaður
 • Uppsett PHP 5 á öllum vefsvæðum sem þú stofnar
 • phpMyAdmin aðgangur til að stýra öllum þínum MySQL gagnagrunnum
 • Apache 2 vefþjónn fyrir öll þín lén
 • RoundCube vefpósthús fyrir öll netföng
 • IMAP4 og/eða POP3 póstþjónn
 • Vírusskönnun á öllum netföngum
 • Ruslpóstsía á öllum netföngum