DNS

Allir sem eiga lén þurfa á nafnaþjónustu að halda. DNS nafnaþjónusta vísar lénanafni á þann netþjón sem hýsir vefsvæði, tölvupóst og aðrar þjónustur á léninu.

Við bjóðum öllum notendum x.is frí afnot af nafnaþjónum okkar en hægt er að stjórna léninu í fullkomnu vefviðmóti.

Engar takmarkanir eru á fjölda léna sem hýsa má í nafnaþjónum okkar. Ef íslensk lén eru vistuð í kerfinu er hægt að velja "Xpress hosting" í lista yfir þjónustuaðila á vef ISNIC.

Allar breytingar sem gerðar eru virkjast samstundis.

Helstu punktar um DNS þjónustu okkar

  • Frí nafnaþjónusta (e. DNS service)
  • Áframsending léns á vef (e. URL forwarding)
  • Ótakmarkaður fjöldi léna
  • Ótakmarkaður fjöldi undirléna
  • Styður öll rótarlén á Netinu (e. TLD)
  • Styður færslurnar A, AAAA, CNAME, MX, NS, TXT, LOC, SRV
  • Hægt er að afrita lén
  • Allar breytingar uppfærast um leið