Allar okkar hýsingarlausnir keyra á vélbúnaði frá viðurkenndum framleiðendum sem allur er hýstur á Íslandi. Þannig tryggjum við hámarks uppitíma, lágmarks svartíma og góða þjónustu.
Nú geturðu verslað þér .is lén í gegnum kerfið okkar og það sér um að búa til allar DNS færslur fyrir þig.
Fáðu þér þinn eigin netþjón sem þú getur stjórnað eftir þínu höfði. Engir kerfisstjórar sem segja þér hvað má og hvað má ekki.
Ótakmarkaður fjöldi vefsvæða og pósthólfa. Engin binding, styðsta eining er ein klukkustund.
Fleiri þjónustuflokkar eru væntanlegir fljótlega.
Allar okkar hýsingarlausnir keyra á vélbúnaði frá viðurkenndum framleiðendum sem allur er hýstur á Íslandi. Þannig tryggjum við hámarks uppitíma, lágmarks svartíma og góða þjónustu.
Allt viðmót stjórnborðsins er á íslensku, hannað og forritað af starfsmönnum okkar.
Í viðmótinu er hægt að stjórna öllum þjónustum kerfisins hvenær sem er sólarhringsins og greiða fyrir með greiðslukorti. Þjónusturnar verða virkar samstundis og þú greiðir aðeins fyrir það sem þú notar.
Sjálfvirkt greiðslukerfi
Greiðslukerfi x.is byggir á áskriftarformi. Fyllsta öryggis er gætt við meðferð kortaupplýsinga og hefur greiðsluferli x.is verið vottað af Fjölgreiðslumiðlun hf og allar kortaupplýsingar eru geymdar hjá Valitor. |
Færð það sem þú greiðir fyrir
VPS þjónar okkar samnýta ekki minni með öðrum vélum og því er tryggt að þú fáir það sem þú greiðir fyrir. |
Fyrsta flokks búnaður
Við göngum lengra í þjónustu við viðskiptavini okkar og notum eingöngu vélbúnað frá viðurkenndum framleiðendum. Þannig tryggjum við hámarks uppitíma og ánægða viðskiptavini. |
Fullkomin stjórn
Í gegnum stjórnborð okkar hefur þú fullkomna stjórn á þínum þjónustum. Hægt er að setja upp eða stöðva VPS þjóna, tengjast þeim beint, setja upp lén í nafnaþjóna eða stofna vef- og pósthýsingar. |
Stöðug þróun
Kerfið okkar er í stöðugri þróun og viljum við að notendur geti kosið um nýjungar og viðbætur í kerfið og haft þannig áhrif á framþróun kerfisins. |
Engin skuldbinding
Þjónustur er hægt að setja upp og prófa eða taka í notkun strax án nokkurra skuldbindinga. Hægt er að stækka, minnka eða segja upp þjónustum hvenær sem er án nokkurs fyrirvara. |